Jakobsvegurinn hvað?

Jakobsvegurinn hefur verið farbraut manna í meira en þúsund ár og var ein megin pílagrímaleið kristinna manna á miðöldum. Ferð um Jakobsvegin var ein af þremur slíkum sem veittu syndaaflausn samkvæmt kaþólsku kirkjunni.  Hinar tvær voru pílagrímaganga til Rómar eftir svo nefndri Via Francigena leið og svo pílagrímaferð til Jerúsalem.

Samkvæmt helgisögn, sem allmennt er talin eiga upphaf á sjöundu öld, var Jakobi postula ætlað trúboð á Íberíuskaganum. Fyrir þessari helgisögn eru hins vegar engar heimildir, hvorki í Biblíunni né í öðrum ritum. Heilagur Jakob, sem einnig er nefndur hinn mikli, var eldri bróðir Jóhannesar guðspjallamanns samkvæmt Nýja testamentinu. Helgisagan hermir að Jakob hafi stigið á skipsfjöl og tekið land á norð-vestur hluta Spánar, þar sem nú heitir Galisía. En Jakob hafði ekki árangur sem erfiði í trúboðinu og að sjö árum liðnum snéri hann til Landsins helga. Jakob dó þar samkvæmt Postulasögunni píslarvættisdauða (hugsanlega um árið 44) og er frá því sagt: “Um þessar mundir lét Heródes konungur leggja hendur á nokkra úr söfnuðinum og misþyrma þeim. Hann lét höggva Jakob bróður Jóhannesar með sverði” [2] Lærisveinar Jakobs fluttu jarðneskar leifar hans aftur til Galisíu til greftrunar samkvæmt helgisögunni. En gröfin gleymdist síðar á þjóðflutningatímabilinu. Árið 814 fylgdi fjárhirðir að nafni Pelayo ábendingu stjörnuhraps samkvæmt helgisögninni og fann þá grafhýsi Jakobs. Af þeim atburði fékk staðurinn nafnið Santiago de Compostela, sem þýðir eiginlega Heilagur Jakob í Stjörnuakri (campus stellae á latínu).

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s