Jakob og ég komust heilir frá þeirri göngu. Vægt til orða tekið voru þessir 27.km.þeir lengstu og erfiðustu sem ég hef gengið. Kobbi svarar nafninu Kobbi Geit. Fór létt yfir og fagnaði með ærlegu prumpi á leiðarlok þ.e.a.s. Fyrsti áfangi af 800 km. göngu. Gistum í klaustri í Rosenvalle Spáni. Fer vel um okkur. Söfnum kröftum fyrir næsta legg til Zubiri sem eru 24. Km. Klefafélagi okkar í klaustrinu er 62 ára og okkur Kobba er boðið og við mætum eða skakklöppust þangað. Hér að neðan eru nokkrar myndir frá ferð okkar yfir Pyrenafjöllinn.
Advertisements