Zubira – Pamplona

Dagurinn tekinn snemma (fyrir fyrsta hana gal) morgunvekin athuga hvort allt væri ekki á sínum stað. Morgunverður á nálægum veitingastað. Framundan var rúmlega 20 km.vegur til Pamplona í gegnum skoglendi og þorp (sjà myndir) með fallegum kirkjum sem fögnuðu okkur pílagrímum með klukknahringingu. Eftir 5 tíma göngu og eina lausa tánögl komum við til Pamplona.Borgin elsti hluti hennar er ákaflega falleg.Fórum að Skoða Dómkirkjuna.Valið var á milli að fá sér einn kaldan eða kirkjuna og við völdum að fara að Skoða kirkjuna. Við vitum ekki hvað við gerum á eftir. (Djók) Reyndar gerðist margt og mikið. Við fórum og fengum okkur bjór. Þar sem ég og Kobbi eru að setja á okkur sólar vörn undir heitri Spánarsól biður maður á næsta boði okkur að sprauta á skalla félGa hans við borðið. Auðvitað urðum við félagar við þeirri frómu ósk.Við vissum reyndar ekki að sá hinn sami væri Borgarstjóri Pamplona. Atburðarásin á eftir er lyginni líkust. Það er búið að bjóða okkur að vera heiðusfdélagar í nautahlaupinu í júlí sem Hemingway gerði frægt um árið. Verra er að þeir vilja fá hausana okkar upp á vegginn à veitingastaðnum sem þeir reka og hafa þegar tvö nautshöfuð. Síðan var okkur boðið á Casino sem áðurnefndur Hemingway sótti á fyrri hluta síðustu aldar.Okkur grunar reyndar að þessir ágætu vinir okkar tengist að einhverju leyti mafíu Palermo. Við höfum eignast allskonar vini í Pílagrímsgöngunni. Á morgun bíður okka 24.km.ganga. Góða nótt!

20130604-211211.jpg

Advertisements

2 thoughts on “Zubira – Pamplona

  1. Líst vel á ykkur.
    Settu nú plástur á lausu nöglina svo hún detti ekki af 🙂
    Gangi ykkur vel í göngunni í dag.
    Bestu kveðjur

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s