Pamplona til Puente del Reina

Dagurinn tekin snemma. Borgin ekki vöknuð þegar Pilagrímar héldu vestur til næsta áfangastaðar. Yndislegt að sjá daginn og náttúruna þ.e.a.s. blómstrandi akra og engi sem í lotningu beygðu sig og buktuðu fyrir ferðalöngum. Verkir í liðum gærdagsins að baki til þess eins að þeir mættu aftur að minna á sig. Við gengum í gegnum nokkur falleg þorp áðum í einhverjum þeirra en ekki öðrum Hitastigið hefur hækkað þannig að sólar vörnin er nærri ætíð. Það voru hækkanir og tilheyrandi brekkur fyrir sárþjáða og þreytta fætur að ganga og ekki Síður andleg áreynsla. Fegurð sveitanna sem við förum á milli staða er stórkostlegur. Við getum sýnt ykkur myndirnar en ekki ilminn sem berst að vitum pílagríma. Við komum á gististað Puente del Reina eftir 7 tíma göngu. Okkur var fagnað af þeim sem voru á undan okkur komu. Þetta er eins ein stór fjölskylda á sömu leið. Ungt fólk rétt rúmlega tvítugur bandarískur strákur sagðist skulda okkur bjór þegar hann sá okkur koma sem við þáðum með þökkum. Þá er að koma sér í sturturöðina og smyrja sig fyrir gönguna á morgun til Estella.

20130605-151843.jpg

20130605-151857.jpg

Advertisements

2 thoughts on “Pamplona til Puente del Reina

  1. Sé ykkur félagana fyrir mér, njóta alls þessa og ég veit hvað þið eruð að upplifa, öfunda ykkur mikið.
    Passið fæturna vel og gangi ykkur áfram vel, þið eruð flottir pílagrímar.

  2. hvílík ævintýri! haldið áfram að njóta, þetta hlýtur að vera alveg magnað. Áfram góða ferð:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s