Puente del Reina til Rio Torres 30 km.

Það voru æpandi þreyttir fætur sem siluðust með restina af búkum örþreyttra pílagríma upp snarbratta götuna í litla þorpinu Río de Torros eftir 30 km. göngu frá síðasta næturstað með 9kg. bakpokann á bakinu. Komum að bænum Arcos eftir 20 km.göngu. Við bönkunum upp á gistiheimili staðarins. Gistihúsaeigandinn bandaði okkur frá sér og sagði að allt væri fullt. Við sem höfðum komið langa leið vorum býsna ánægðir með okkur því fyrir nokkrum dögum hefði hann umsvifalaust boðið okkur gistingu í fjárhúsinu miðað við ástand og ummál maga okkar gæti hann hafa haldið að við værum komnir að því að eiga. Með öðrum orðum. Þetta er allt að koma eða fara. Ég ætla ekki að blaðra um blöðrur. Það var heitt með stuttum rigningaskúrum. Liggjum inni í svefnsal með Fólki frá Suður Kóreu, Ítalíu, Frakklandi og víðar. Höfum ekki kraft til að sturta okkur. Kröftum safnað fyrir morgundaginn. Þá bíður okkur aðeins 20 km. ganga til borgarinnar Logorno Biðjum fyrir kveðju heim okkur líður andlega vel þótt ég hafi spurt Kobba sampílagrím minn í gærkvöldi hvort ekki ætti að kyssa mig góða nótt og hann sæti við rúmstokk minn snemma í morgun og spurt hvort hann mætti koma uppí til mín. Bon Camino!

Advertisements

One thought on “Puente del Reina til Rio Torres 30 km.

  1. Strákar mínir, þetta getur ekki annað en farið batnandi. Þið standið ykkur frábærlega vel og gaman að fylgjast með ykkur. Og svo eru þið svo skemmtilega nánir í þessu öllu saman – aldeilis góðir pílagrímar.
    Hvatningarkveðja frá pílagrímanum heima á Íslandi

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s