Logarno til Naranje

Það var eins og Locarno vildi ekki sleppa hendinni af okkur ferðalöngum snemma morguns svo löng var leiðin út úr henni. Úthaldsríkir skemmtanaglaðir borgarbúar voru enn að á börum borgarinnar eins engin væri morgundagurinn. Eitthvað sem skapaði skemmtilegar andstæður í morgunsvalanum og birtunni sem boðaði nýjan dag. Pílagrímar með byrgðar stundarinnar á bakinu gengu til móts við nýjan stað og umhverfi á meðan hinir sátu eftir og pöntuðu sér annan kokteil en við hin þá stundina. Það er lítið um þennan legg að segja hvað umhverfið varðar iðnaðar og vínekrur og hraðbrautir þeirra sem kjósa að fara hraðar yfir. Náðum áfangastað eftir 7 tíma göngu og verulega þreytta fætur. Gaman að sjá að þannig er ástatt um okkur flest hér. Það rigndi mestan hluta leiðinnar en við Kobbi erum með sól í hjarta. Buen Camino til ykkar allra sem þetta lesið og á hvaða vegi þið eruð stödd. Allveg magnað að Skoða kirkjunar á hverjum stað/þorpi fyrir sig á Jakobsveginum hvað þær eru rikulegar af ómetanlegum listaverkum. Læt nokkrar myndir fylgja með.

20130609-180825.jpg

20130609-180812.jpg

20130609-180834.jpg

Advertisements

One thought on “Logarno til Naranje

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s