Narjane til Santa Dominga

Sólarupprisan var falleg morguninn við gengum til Santo Domingo de la Calcada rúmlega 20. km. leið. Borgin er 900 ára gömul. Tekið við mörgum þreyttum sárfættum Pílagrímum. Við gengum um tibreytingalaust landslag akra og vínekra svo langt sem augað eygði. Komust að því að tilhugalíf froska stendur sem hæst þessa dagana með tilheyrandi hávaða hljóðum. Kobbi hélt reyndar þegar við heyrðum hljóðin fyrst að ég yðar einlægur hafi verið að roba. Okkur reyndari sampílagrímar höfðu gaman af fávísi íslendinga sem hafa ekki froska í íslenskri náttúru og því mökunarhljóð froska ókunnugt. Gangan gekk vel þrátt fyrir þreytta fætur. Borgin sem slík er ósköp lítið fyrir augað. Við gistum í elsta hluta hennar. Fórum að skoða Dómkirkju borgarinnar. Hittum þar inni fyrir Hana og Hænur í flottasta hænsnabúri sem ég hef augum litið. .Sagan segir að þýskur pílagrímur Hugonell á leið til C.Santiago ásamt foreldrum sínum fyrir hundruðum árum síðan. Hann varð ástfanginn að stúlku hér í borg. Hún endurgjald ekki huga hans. Til að gera langa sögu stutta. Losaði hún sig við hann kenndi honum um þjófnað og hann í kjölfarið hengdur. Niðurbrotnir foreldarnir héldu för sinni áfram til C.Santiago. Leiðinni til baka vitjuðu þau sonarins sem ári seinna hékk enn í snörunni lifandi. Þau ruku til borgarstjórans og sögðu honum frá kraftaverkinu. Gnarrinn þ.e.a.s. borgarstjórinn var langt komin með Ð að elda hænur sem með því sama lifnuðu við. Páfinn Clemente VI árið 1350 gaf leyfi til að halda hænur í Dómkirkjunni í Santo Domingo de la Calzada og þar eru þær enn. Afkomendur þeirra fyrstu í beinan Hanalegg. Bueno Camino.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s