Santa Dominca de la Calsada til Belgado

Að baki 24 km þennan daginn. Einhvernvegin renna dagarnir saman eins hveitiakrarnir við bláa rönd sjóndeildarhringsins þangað sem förinni er heitið vestur með loforð um eitthvað annað en grýttan sólbakaðam göngustíg. Úr fjarlægð séð eins og óendanlega langur ljósbrúnn ormur sem hlykkjist um grænar breiður akrana svo óhagganlegur og líflaus en samt svo lifandi undir fótum pílagrímana sem hann feta að stundum undan verkjar og fátt gefur tilefni til að líta af nema einstaka fuglar eins og hrægammar, Ernir, Fálkar og Storkar.

Það var ánægjulegt að koma til Belgado þar sem þorpið liggur í dalverpi og við gengum í faðm þess einhvernvegin óaðvitandi að það væri þar sem það er. Hafandi verið þar frá miðöldum. Oft er það þannig að þorpin standa á hæð ögrandi hvetur til röskari göngu til næturstaðar, stríðnislega dregur á langinn því auga sér lengra en fætur geta borið áfram. Það var gott að að vera ekki með væntingar um annað sem íþyngja frekar en létta á um að senn komi hvíld.

Þvottar og slökun tóku við eftir gömguna. Á morgun eru 27 km. ganga. Okkur líður vel og hlökkum til að hitta Sigga, Hildi og Möggu í Leon eða lengra þaðan frá. Við höfum lagt að baki 240 km. Þegar kemur að þeim þremur verða km. tæplega 500 að baki. Pílagrímur tekur eitt skref í einu. Annað er ekki hægt þar sem margir hafa slasast og þurft frá að hverfa. Bueno Camino. Farnir að vinna í taninu og sixpakknum.
Es. Læt fylgja með mynd sérstaklega fyrir Eddu tengdamúttu af ferfætta og sárfætta pílagrímnum hinum norska Sissó.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s