Belorada til San Juan de Ortega

“To be a pilgrim is to have a free spirit, little baggage, a soul with solidarity and to spontaneously follow the path of his dream.”

Sá þetta á auglýsingatöflunni í anddyrinu í gamla klaustrinu sem við gistum í nótt.

Við félagarnir vorum búnir að undirbúa okkur fyrir daginn í með morgunverði á gististaðnum og borguðum hann fyrirfram. Förum á fætur kl. 6.00 eins og fyrr á okkar ferðum til að vera komin í hús fyrir heitasta tímann. Morgunverðarborðið var kl. 7.00 og reyndist ekki þess virði að bíða eftir. Þetta var heitasti dagurinn til þessa. Mikið um brattar brekkur. Skógarstígar veittu tibreytingu frá endalausum ökrum. Sólbakaðir stígarnir grýttir og harðir og miskunnarlausir undir þreyttum fótum. “Fóstursonur” okkar Kobba bar í poka sínum rauvínsflõsku svo það var farið að kaupa rauð og álegg. Um miðbik leiðarinnar settumst við niður við dýrindis máltíð, skiptumst á að dreypa vínið af stút og skildum ekki afhverju aðrir vildu ekki með okkur af stút að drekka. Eftir 6. tíma göngu komum við á gististað í klaustri Benediktareglunnar. Máttum ekki vera seinni því við fengum síðustu kojurnar sem þýðir uti á miðju gólfi. Þetta er staður þar sem 20. manns búa að staðaldri og tveir hestar. (Sjá mynd) Förum í pílagrima messu í kirkjunni kl. 18.00. Þar verður sérstaklega beðið fyrir ungri stúlku sem veiktist skyndilega og fjölskyldunni hennar heima á íslandi. Hugur okkar hvilir hjá þeim. Tendruðum á ljósi bænarinnar í kirkjunni. Bueno Camino.

20130613-144835.jpg

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s