Burgos til Hontanas

Það er yndislegt að ganga inn i daginn. Við förum snemma af stað kl. 6.00 að morgni eins og flestir Pílagrímar. Dagurinn ekki búin að lyfta af sér værðarsæng næturinnar þannig að við hàlfgert göngum inn í drauma hennar og verðum stund hluti af henni með okkar eigin drauma. Þannig var okkur innanbrjósts í morgun í þokuslæðingum sem varaði í þrjá tíma. Fast og örugglega bræddi sólin þunna slæðuna sem gaf ferðalöngum á leið til litla Hontanas 31.km. leið sem enga undankomuleið gaf til að létta skugga þótt ekki væri nema eitt andartak. Sólin var heit. Hvildumst til að nærast ég, Kobbi, Davíd frá USA og Dan frá Danmörku sem við hittum “vega lausan” í Burgos i gær. Nàðum til Hontanas eftir 7. tíma göngu. Þetta er mjög lítið vinalegt þorp. Eftir einn ískaldan fórum við í sturtu . Þvo af okkur fyrir morgundaginn og hitta aðra pílagríma. Gististaðurinn er hreinn og fínn með kojum sem á lengdina er fínn fyrir mig að geta teigt úr mér. Buen Camino!

Advertisements

2 thoughts on “Burgos til Hontanas

  1. Gaman að fylgjast með ykkur Kobbi – ég sé að þú ert með húfuna góðu.
    Ég sé líka að það fjölgar í hópnum ykkar alveg einsog hjá hesús á hans löngu göngu fyrir nokkrum öldum.
    Kær kveðja Kjarri

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s