Shagun til Reagilos ( 32 km.)

Leiðin frá Shagun til Regalios var verkur líkamlega sem andlega. Umhverfið var tilbreytingalaust. Gengum hana þrír saman. Ég, Kobbi og ítali Michael ákaflega fínn náungi eins allt þetta fólk sem er að ganga Jakobsveginn. Í gærkveldi framreiddi hann þriggja rétta máltíð á Municipalinu (ódýr gisting fyrir pílagríma) með herbergi fullt af kojum. Fyrstir koma fyrstir fá gistingu. Þessir gististaðir eru mismunandi að gæðum og rými. Við kvörtum aldrei bara að þreyttir fætur fái hvíld. Ætlunin var að fara eina 6. km. lengra en veðurútlitið var ekki gott. Við gengum 8. tíma með stoppum í sól og hita. Þar sem við áðum til að fá okkur að borða byjaði að dropa stórum dropum. Ákváðum að nú væri nóg komið og komum okkur í næsta bæ sem heitir Reagilon. Þrumur og eldingar fylgdu okkur inn við kátínu margra þeirra sem vita nafn mitt. Eða eins og einn bretinn sagði þegar ég burðaðist með bakpokann inn í svefnsalinn ” Thor I heard that you were coming.” Á morgun er síðasta stórborgin Leon fyrir Santiago. Annars erum við Kobbi svo miklir sveitamenn að okkur líður best í dreyfbýlinu. Á fimmtudag drögum við væntanlega uppi hina pílagrímana sem lögðu af stað frá Leon í morgun. Bueno Camino.
Es. Gengum fram á þessi tvö (sjá mynd)

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s