Hospital de Órbigon

Það var skrýtið að deila herbergi með fjórum eftir að hafa deilt herbergi með 20-90 manns. Magga hafði tekið frá rúm fyrir okkur Kobba og Davíd. Við leyfðum okkur að sofa út eða til 7. Í morgun því framundan var tiltölulega stuttur kafli um 19. km. til Astorga. Morguninn var kaldur, sólin smátt og smátt hitaði upp daginn. Hittum á leiðinni ungan mann sem hefur þá lífssýn að þjona náunganum pílagrímum að drekka og borða. Frjáls framlög eftir getu hvers og eins. (sjá mynd) Þrátt fyrir að gangan hafi ekki verið löng í km. talið voru iljarnar sárar (logandi) þegar við nálguðumst borgina. Ný -pílagrímarnir Hildur,Siggi og Magga komu vel frá þessari göngu. Erum á ágætis pílagrima hosteli í herbergi með 20 manns. Nú standa yfir þvottar og örlítil hvíld áður en umhverfi er skoðað. Borgin virðist vera fallegt miðaldaþorp með rómverskri brú og vegum sem liggja að henni á marga vegu ásamt nýlegri vegum. Kobbi og David eru á leiðinni út í kjörbúð og það verður veisla undir spænskum himni. Það er skrýtið að hugsa til þess að við eigum aðeins eftir 290 km. til Santiago og eitt fjall. Verður góð tilbreyting frá endalausri sléttunni um daginn. Bueno Camino amigos.

20130621-145141.jpg

Advertisements

One thought on “Hospital de Órbigon

  1. Gott að þið séuð búin að ná saman öll sömul. Og það rifjar upp minningar að sjá myndina, það var góður sopinn hjá þessum unga manni sem hugsar vel um pílagrímana.
    Nú fer þetta að styttast og spennan að aukast.
    Buen Camino til ykkar allra.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s