Villafranca del Bierzo til Cebreiro

Erum stödd í litlu þorpi hátt uppi í fjöllum. Upphaflega var það Keltneskt þorp á tímum þegar Keltar réðu mestu hér um slóðir. Þangað til Rómverjar sölsuðu undir sig þjóðlönd Kelta nema Skotland nútímans. Til að eiga tilverurétt í þorpinu þurftum við að ganga 20 km. að fjallinu sem geymir þorpið á toppi sinum og síðan rúma 9 km. upp að þorpinu með 650 metra hækkun. Þessi leið minnti á fyrstu daga göngu okkar (erfið) erum furðu brött í fyllstu orðsins merkingu þegar við horfum niður í dali og láglendið og hugsum, “þetta get ég”. Hundarnir í þorpinu létu sér fátt finnast á meðan tvífættlingarnir fögnuðu hverjum pílagríma sem kom hvort heldur hann/hún áttu þar leið um eða áfangastaður dagsins.

Þá er að hreinsa af okkur svitastorkinn líkama og ferðaföt og skoða þetta litla vinalega þorp sem þrátt fyrir smæð sína gnæfir yfir allt og alla. Það liggur svo hátt að ég væri ekki hissa að fiðraðir englar annars heims láti svo lítið að skilja eftir sig fjöður eins og þá sem lagðist á þreytt höfuð í þá mund að ég og David náðum í þorpið. Pílagrímar einn af öðrum skila sér á áfangastað eða áfram lengra sem bíður morgundagsins hjá okkur.

Advertisements

2 thoughts on “Villafranca del Bierzo til Cebreiro

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s