O Cebreiro til Sarria

Morguninn uppi à fjöllum var svalur en ákaflega fallegur. Geislar sólar tylltu sér á efstu toppa á meðan við færðum okkur neðar í dalina og upp næstu hæðir og lægðir. Sólin náðu okkur um síðir og yljaði svo um munaði því ákveðið var eftir rúmlega 20 km. göngu að bæta öðru eins við og eiga áningastað í Sarria sem þýddi það að gengið var á heitasta tímanum. Eitthvað sem við höfum forðast að gera hingað til. Leiðin var falleg með útsýni eins og á postkorti. Skógarstígum með trjáskrúði sem veitti skjól fyrir heitum geislum sólar. Þorp og engi þar sem jafnvel búpeningurinn leitaði svalans í skugganum og veitti pílgrímum litla athygli þrátt fyrir boð um myndatöku og frægð og frama á ísakalda landi. Meira segja hundarnir á bóndsbæjunum; þar sem við gengum framhjá eins og hluti af bústofni bóndans höfðu ekki fyrir því að gelta á okkur, fyrir utan einn sem gelti svo ámótlega að það verður aðhlátursefni meðal hunda í Galaciu héraði Spánar. Talandi um Galaciu þá komum við þar í gær. Það líður öllum vel. Sumir þreyttari en aðrir eins og gengur. Jakob og David ætla að sjá um sameiginlega máltíð kvöldsins. Hlökkum til að sjá hvað verður hjá þeim félögum. Víst er að það verður hraustlega tekið til matarins. Santiago nálgast. Rétt rúmir hundrað km.eftir af leiðinni. Skrýtið að hugsa til þess að þessu lýkur en líka tilhlökkun að koma heim og hitta fjölskyldur og vini. Reyndar sagði einn pílagrímurinn við mig að El Camino lýkur aldrei heldur verður hluti af lifi þess sem gengur þann veg. Það er mikið til í þessu.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s