Sarria til Portomarin

“Morgunstund gefur gull í mund” er eitthvað sem Pílagrímar á Jakobsvegi Spánar geta lofað fyrir að sjá daginn nudda úr sé stíru næturinnar og dúnmjúk dalalæðan eins og værðavoð liggur yfir dalverpi kyrrðar Spænskrar sveitar. Pílagrímar dagsins með nútíma skóbúnað og bakpokann troðin af því sem gæti komið að notum fara um hljóðlega til að vekja ekki og fæla á brott þessa undurfallegu mynd sem óhjákvæmilega verður hvort heldur er. Hver stund og hver dagur á sín augnablik sem stoppa stutt við en verður eftir í huga pílagrímans. Eitthvað sem ekki er hægt að fanga á mynd. Ekki hægt að deila með nema þeim sem með þér gengur og kannski ekki heldur þá því það sem ég sé þarf ekki endilega vera það sem samferðamanneskjan skynjar eða horfir á.

Gangan í dag var í styttra lagi eða 21.km. Hún var þægileg ekki mikið um hóla og hæðir. Vegurinn lá um hlaðir bóndabæja með tilheyrandi ilmi kúafellu. Skemmtilegt var að sjá og upplifa bændur og búalið vera að vinna í sveita síns andlits. Baulið og hundgáið, gaggandi hænur og sperrtir hanar að ógleymdum strútnum. Já, við gengum fram á þennan myndarlega strút sem var eins og morgunfúll íslenskur unglingur.

Augljóst á öllu að við erum að nálgast Santiago. Við brutum 700 km. múrinn í dag. Eigum 90 km. eftir. Pílagrímum fjölgar sem ganga um létt klyfjaðir. Ekki hoknir af reynslu okkar sem höfum tuggið rykið á langri göngu hvort heldur á fjöllum, dalverpum, eða uppi á hásléttunni undir brennandi sólinni og ekkert skjól að hafa. Vatn af skornum skammti. Hugsað til pílagríma aldanna þegar ég tek út ilmandi hrein fötin úr þvottavélinni til að endurtaka það á morgun.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s