Portomarín til Palace del Rei (26 km.)

Þótt hver dagur byrjar eins. Vakna, klæða sig og sinna morgunverkum er engin þeirra eins. Á hverju kvöldi er lagst til náða á nýjum stað og öðru umhverfi. Að morgni er gengið frà þeim stað til móts við þann næsta. Það er aldrei það sama. Gistingarnar pílagrimahostelin eins og þau eru mörg eru þau ólík. Sum nett subbuleg á meðan önnur eru upp á það besta. Á heildina litið höfum við verið heppin. Að einhverju leyti vegna þess að við erum jákvæð fyrir því sem við fáum upp í hendurnar og erum sàtt við það. Hluti af því að vera pílagímur á Jakobsvegi er að læra nægjusemi og fagna því smáa sem ekki endilega við erum að taka eftir í okkar daglega lífi. Minnstu smáatriði í umhverfinu verður stór þáttur vegna þess þegar gengið er um sveitir og byggðir Norður Spánar í 6-8 tîma à dag verður maður óhjákvæmilega hluti af henni en svo agnasmár í samanburðinum að maður setur hljóðan að ganga um í sköpunarverkinu og þakklátur fyrir það að geta það. Skynja umhverfið með öllum skilningavitum. Við höfum eignast marga vini á veginum með þá ætlan í bakpokanum að fara alla leið til Santiago, en ná því ekki vegna veikinda eða meiðsla. Mörg vonbrigðatár fallið á þurran jarðveg vegarins og sameinast þeim sem þar eru fyrir. Þess vegna er mikilvægt að stíga hvert skref með lítillæti og hógværð og þakklæti. Margir krossar á veginum bera nöfn þeirra sem hafa látist á veginum. Dagurinn í dag reyndist einhverjum pílagrímnum þungur til göngu. Þreyta farin að segja til sín eins og gengur, en við göngum ótrauð áfram. Eigum eftir um 60km. Að baki eru 740 km. sem hver og einn á sína sögu að segja. Sársauka, gleði, vonleysi, von og allt það sem býr með manneskjunni. Jakobsvegurinn
er í raun lífið í smækkaðri mynd. Þar er heilsast og kvatt, hlegið og grátið. Sameiginlegar máltíðir vina af ólíkum þjóðernum bera heim sannin um að heimurinn er fjölbýlishús þar sem allir bera ábyrgð og à hvern og einn er hlustað með öllum skilningsvitum. Mikið væri heimurinn betri ef svo væri. Á Jakobsveginum er ekki spurt um stöðu, kyn karl eða kona, litarhátt, kynhneigð. Við erum öll á sama veginum. Veginum til lífsins.

Við höfum gengið í gegnum 200 þorp og nokkrar borgir. Èg verð þvi miður að segja að Palace del Rei er ein af síðstu bænum sem við höfum komið til.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s